Körfubolti

Naumur sigur Wizards á Kings

MYND/AP

Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöld þar sem Washington Wizards unnu meðal annars mjög nauman sigur á Sacramento Kings, 109-106. Nokkrar deilur urðu í lok leiksins þar sem Kings töldu að John Salmons hefði jafnað leikinn með flautukörfu. Sjónvarpsmyndir sýndu hins vegar að Salmons snerti enn boltann þegar tíminn hafði runnið út og því unnu Wizards leikinn.

Chicago Bulls batt enda á sex leikja taphrinu sína með sigri á Cleveland Cavaliers 84-78 þar sem Luol Deng skoraði flest stig fyrir Bulls, eða 18. LeBron James skoraði hins vegar 29 stig fyrir Cavaliers.

Þá vann Dallas Mavericks Miami Heat 112-100 en þetta var í fyrsta sinn sem Heat-menn koma til Dallas eftir að þeir urðu NBA-meistarar þar í fyrra. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Mavericks. Nú verður hlé á leikjum í NBA-deildinni þar sem Stjörnuleikjahelgin er fram undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×