Viðskipti erlent

Apple og Cisco ná sáttum

Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnir iPhone margmiðlunarsímann í janúar.
Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnir iPhone margmiðlunarsímann í janúar. Mynd/AFP

Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000.

Í samkomulaginu felst aukinheldur að fyrirtækin muni vinna saman á sviði öryggismála og annarra tölvulausna.

Að öðru leyti hefur ekki verið greint frá smáatriðum samkomulagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×