Innlent

Hafmynd hlaut nýsköpunarverðlaunin

Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hlaut nú rétt í þessu Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Það var Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin á nýsköpunarþingi Rannís og Útflutningsráðs á Grand Hótel í Reykjavík.

Dvergkafbátarnir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Þá er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknnir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi.

Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku-Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Þróunarkostnaður við kafbátana hleypur á hundruðum milljóna og eru vonir um að fimm til átta kafbátar verði seldir til viðbótar á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×