Erlent

Áttunda þyrlan skotin niður

Talsmaður bandaríkjahers William Caldwell greinir frá þyrluslysinu í dag.
Talsmaður bandaríkjahers William Caldwell greinir frá þyrluslysinu í dag. MYND/AP

Black Hawk herþyrla Bandaríkjahers var skotin niður norður af Baghdad í Írak í dag. Enginn lést, en níu manns voru um borð. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir. Þetta er áttunda þyrlan sem hrapar í Írak á einum mánuði.

Talsmaður hersins sagði 28 manns, flesta bandaríkjamenn, hafa látist í átta þyrlum sem uppreisnarmenn hafa skotið niður á einum mánuði. Sex þyrlanna voru í eigu bandaríska hersins, en tvær í eigu bandarísks öryggisfyrirtækis.

Yfirmenn í bandaríska hernum telja að ein af ástæðum uppreisnarmanna fyrir að skjóta þyrlurnar niður sé að gera lítið úr átaki bandaríska og íraska hersins gegn óöldinni í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×