Erlent

Prodi vill fullan stuðning

Romano Prodi hlustar á umræður um fjárlagafrumvarp á ítalska þinginu 3. febrúar síðastliðinn.
Romano Prodi hlustar á umræður um fjárlagafrumvarp á ítalska þinginu 3. febrúar síðastliðinn. MYND/AP

Romano Prodi er tilbúinn að halda áfram í embætti forsætisráðherra ef, og aðeins ef, vinstrisinnaður meirihluti styður hann að fullu. Þetta er haft eftir talsmanni hans í kvöld. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna munu taka ákvörðun um hvort afsögnin verður samþykkt eða hvort óskað verði eftir að Prodi sitji áfram.

Prodi sagði af sér undir kvöld eftir að ríkisstjórn hans tapaði mikilvægri kosningu um utanríkismál í þinginu.

Talsmaðurinn Silvio Sircana sagði að Prodi viðurkenndi að hafa ekki meirihlutastuðning í þinginu og um væri að ræða alvarlegt ástand. Hann væri tilbúinn að halda áfram í embætti ef, og aðeins ef, hann fær fullan stuðning allra meirhlutaflokka héðan í frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×