Erlent

Airbus íhugar uppsagnir tíu þúsund manns

Umferðarskilti fyrir framan líkan af risaþotunni við verksmiður Airbus í Nordenham í norðurhluta Þýskalands.
Umferðarskilti fyrir framan líkan af risaþotunni við verksmiður Airbus í Nordenham í norðurhluta Þýskalands. MYND/AP

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, segir að tíu þúsund starfsmönnum evrópska flugrisans Airbus verði sagt upp þegar fyrirtækið verði endurskipulagt.

Illa hefur gengið að selja Airbus A-380 risaþotuna, stærstu farþegaflugvél í heimi, en framleiðsla hennar hefur tafist. Villepin sagði frönsk stjórnvöld andvíg uppsögnum.

Þjóðverjar segja ekkert hæft í yfirlýsingum forsætisráðherrans. Ekkert hafi verið ákveðið um breytingar.

Áætlað var að tilkynna um þær í dag en því var frestað því franskir og þýskir hluthafar í EADS, móðurfélagi Airbus, koma sér ekki saman um hvar eigi að smíða nýju risaþotuna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×