Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu 20. febrúar 2007 18:43 Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu. Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu.
Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira