Innlent

Ný heimasíða um íslenska hestinn

Íslenski hesturinn á sýningu í Bretlandi.
Íslenski hesturinn á sýningu í Bretlandi.

 

heimasíða Félags eigenda íslenskra hesta erlendis FEIF var opnuð á ársfundi félagsins sem haldinn var í Glasgow um helgina. Í félaginu eru 56 þúsund meðlimir frá 18 löndum.

Á fundinum var ákveðið að færa öllum meðlimunum WorldFeng, upprunabók íslenska hestins. Bókin er samvinnuverkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF um að þróa einn viðurkenndan miðlægan gagnagrunn um íslenska hestinn hvar sem hann er í heiminum.

 

Á fundinum voru einnig fluttir ýmsir fyrirlestrar. Elsa Albertsdóttir flutti meðal annars erindi um tengsl kynbóta- og íþróttadóma. Þá var framtíðarsýn og markmið samtakanna kynnt.

 

Rúmlega 110 manns frá 15 löndum sóttu ársfundinn.

Heimasíða félagsins er http://www.feif.org




Fleiri fréttir

Sjá meira


×