Erlent

Leitað í barnaskóla vegna bréfasprengju

Lögreglan girti svæðin af í London þar sem sprengjurnar sprungi og stóðu vopnaðan vörð.
Lögreglan girti svæðin af í London þar sem sprengjurnar sprungi og stóðu vopnaðan vörð. MYND/AP

Lögreglan í Bretlandi hefur gert húsleit í barnaskóla í Cambridgeshire eftir handtöku manns í tengslum við bréfasprengjurnar sem sprungu í London í síðustu viku. Maðurinn heitir Miles Cooper og er umsjónarmaður í Teversham kirkjuskólanum.

Lögreglan leitaði í skólanum eftir leyfi frá skólastjóra og skólayfirvöldum á svæðinu.

Sjö bréfasprengjur hafa verið sendar innanlands í Bretlandi á einum mánuði.

Nágrannar Miles lýsa honum sem hljóðlátum manni og dálitlum einfara. Hann hefur búið hjá móður sinni og systur á þrítugsaldri í tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×