Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði að meðaltali um 30 sent á markaði og fór í rétt tæpa 59 dali á tunnu í dag eftir að mannræningjar slepptu úr haldi bandarískum olíuverkamönnum hjá þarlendum olíufyrirtækjum í Nígeríu. Þá ákvaðu Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, sömuleiðis að mæla ekki með því á næsta fundi sínum að draga úr olíuframleiðslu.

Fulltrúar OPEC-ríkjanna funda um olíuframleiðslu á öðrum ársfjórðungi í næsta mánuði en litlar líkur eru á að samtökin ákveði að draga úr framleiðslunni umfram skerðinguna sem tók gildi í byrjun febrúar.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um 30 sent í rafrænum viðskiptum í Asíu í dag. Þetta jafngildir því að hráolíuverð hafi lækkað um 1,40 sent síðan á föstudag þegar mannræningjar tóku starfsmenn bandarískra olíufélaga höndum á föstudag. Afleiðiningarnar urðu þær að olíuverð rauk upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×