Innlent

Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð

Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik.

Það eru 12 ár síðan fyrstu peningarnir voru lagðir í Suðurstrandarveg og rúm 3 ár síðan allir 58 kílómetrarnir milli Þorlákshafnar og Grindavíkur áttu að vera malbikaðir.

Símapeningar upp á 400 milljónir verða lagðir í Suðurstrandarveginn á næstu tveimur árum og árið 2010 bætast 140 milljónir kr. við af samgönguáætlun. En 1430 milljónirnar sem þarf til að leggja veginn alla leið verða ekki greiddar út að fullu fyrr en einhvern tímann á árunum 2015-2018. Hannes Sigurðsson starfar við bæði ferðaþjónustu og útgerð í Ölfusi. Hann segir Suðurstrandarveginn skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð. Þetta sé arbær vegalagning og óinnleystur samgönguhagnaður. "Þetta er ódýrt og skilar miklu."

Það eru ekki bara íbúar og fyrirtæki í Þorlákshöfn og Grindavík sem hafa hag af lagningu vegarins, segir Hannes, ýmis fyrirtæki á Austfjörðum flytji fisk á Suðurnesin og ferðaþjónustan hefði mikil not af honum.

Ein forsendan fyrir sameiningu kjördæma í Suðurkjördæmi var þessi vegur, segir bæjarstjórinn í Ölfusi og bendir á að síðan séu nærri þrjú kjörtímabil. "Ef menn fara í svona breytingar og setja fram áætlanir, og það eru engin rök fyrir því að breyta þessu, þá finnst mér ekki hægt að búa við slík svik hvað eftir annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×