Innlent

Tekur sjálfstæðar ákvarðanir

Ólafur Ragnar Grímsson í Silfri Egils í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfri Egils í dag. MYND/Stöð2

Forseti íslands þarf ekki að bera neinar ákvarðanir undir Forsætisráðuneytið eða Utanríkisráðuneytið. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir og sækir umboð sitt til þjóðarinnar en ekki stjórnvalda. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í þættinum Silfri Egils í dag um gagnrýni Halldórs Blöndals þingmanns Sjálfstæðisflokksins á setu hans í þróunarráði Indlands.

Gagnrýnin byggist að hluta til á röngum skilningi Halldórs á stjórnarskránni. Ólafur Ragnar sagðist þó telja samráð forsetans og ráðherra af hinu góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×