Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið 17. febrúar 2007 18:30 Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira