Innlent

Áhrif stefnumörkunar í loftslagsmálum á efnahag

Ný stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum getur haft mikil áhrif á efnahag landsins, að mati Samtaka atvinnulífsins. Kröfur ríkisstjórnarinnar beinast þó fyrst og fremst að atvinnulífinu en lítið er hugað að því hvað aðrir aðilar geti gert til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda til að mynda, sveitarfélög, ríki og almenningur.

Samtök atvinnulífsins segja ennfremur á heimasíðu sinni að svo virðist sem ríkisstjórn Íslands sé að setja stífari markmið en önnur ríki, áður en alþjóðlegar viðræður leiði í ljós hvað taki við eftir að gildistíma Kyoto-bókunarinnar lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×