Erlent

Sprengja í stúlknaskóla í Íran

Fólk skoðar verksummerki eftir sprengingu á miðvikudag sem kostaði 11 manns lífið.
Fólk skoðar verksummerki eftir sprengingu á miðvikudag sem kostaði 11 manns lífið. MYND/AP

Sprengja sprakk í stúlknaskóla í Zahedan í Íran klukkan tíu í kvöld að staðartíma. Byssumenn skutu á fólk á svæðinu eftir að sprengjan sprakk. Þetta er önnur sprengjan í bænum á þremur dögum. Ekki er vitað hvort einhver lést eða slasaðist í tilræðinu.

Öryggisverðir lokuðu götum og umkringdu hús sem þeir töldu byssumennina vera í. Rafmagn var tekið af og fréttamönnum bannaður aðgangur að svæðinu, en skothríð heyrðist í nágrenninu.

Zahedan er við landamæri Íran, Pakistan og Afghanistan.

Forsprakki Jondollah hryðjuverkahópsins í Íran hefur lýst tilræðinu á hendur sér. Hópurinn segist einnig ábyrgur fyrir sprengju í bænum á miðvikudag sem kostaði 11 manns lífið og særði 30 til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×