Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína 16. febrúar 2007 19:30 Ruud van Nistelrooy hefur staðið sig ágætlega með Real Madrid í vetur. MYND/Getty Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. "Það varð trúnaðarbrestur á milli tveggja einstaklinga," segir Nistelrooy um deilu sína við Alex Ferguson í samtali við World Soccer tímaritið. "Ég sprakk á úrslitaleiknum í deildarbikarnum í fyrra og lét ýmis fúkyrði falla í átt að Ferguson vegna þess að mér fannst hann hafa sparkað í sál mína." "Eftir þessa uppákomu varð samband okkar aldrei samt. Tengslin dóu og við fórum í sitthvora áttina. Það er mikil synd, því samband okkar fram að þessum tíma hafði verið með besta móti," segir Nistelrooy og bætir við að hann hafi lengi borið kala til Ferguson. "Það er mikið af leikjum Man. Utd. sýndir hér á Spáni. Og í fyrstu leikjunum sem ég sá og Ferguson brá fyrir þá hugsaði ég: 'Þarna er hann, helvítis....' En núna er reiðin runnin af mér og fyrir mér er þetta gleymt og grafið." Í viðtalinu segir Nistelrooy einnig frá því að hann hafi hafnað tilboði frá AC Milan og Bayern Munchen áður en hann gekk í raðir Real Madrid. "Ég hefði getað farið annað en Real Madrid er stærsta félag í heimi svo að ég gat ekki neitað því. Man. Utd. er stórt félag en Real Madrid er á allt öðru stigi," segir Nistelrooy, sem þó leiðist greinilega ekki að skjóta létt á Ferguson.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira