Innlent

Kjaramál kennara ekki mál ríkisstjórnar

Stjórnarandstaðan reyndi árangurslaust á Alþingi í dag að knýja fram svör frá ríkisstjórn um hvað hún hygðist gera í kjaramálum grunnskólakennara. Forsætisráðherra svaraði einfaldlega að launamál kennara væru verkefni sveitarfélaganna.

Samfylkingarþingmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson vakti athygli á undiröldu meðal grunnskólakennara, sagði pólitíska ábyrgð hjá ríkisstjórninni en fékk það svar frá Geir H. Haarde að launamál grunnskólakennara væru málefni sveitarfélaganna og launanefndar þeirra. Stjórnarandstöðuþingmenn komu nú upp hver af öðrum, lýstu pólitísku viljaleysi ríkisstjórnar, og sökuðu hana um að skjóta sér undan ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×