Ferjuhöfn á Bakka og ný Vestmannaeyjaferja á næstu 3 árum 14. febrúar 2007 18:30 Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður, spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja.Á fjárlögum þessa árs eru þegar tvöhundruð milljónir króna til undirbúnings ferjuhafnar í Bakkafjöru en áætlað er að gerð hafnarinnar taki tvö til tvö og hálft ár. Hafnargerðin er talin kosta 3,3 milljarða króna. Byggðir verða tveir 600 m langir brimvarnargarðar út frá Bakkafjöru, grafið verður út skipalægi innan garðanna og byggður þar 65 m langur viðlegukantur ásamt ekjubrú. Í verkinu felst einnig að byggðir verða upp fyrirstöðugarðar meðfram Markarfljóti og sjóvarnargarðar frá ósum Markarfljóts að ferjuhöfninni. Einnig er innifalin í verkinu gerð rúmlega 3 km vegar frá Bakkaflugvelli að ferjuhöfninni. Jafnhliða verður smíðuð ný Vestmannaeyjaferja, sem áætlað er að kosti 1,6 milljarða króna. Miðað er við að hún verði um 60 m löng, geti flutt 250 farþega og um 50 bíla. Siglingatími ferjunnar verður um 35 mínútur milli lands og Eyja og er stefnt að allt að sex ferðum á dag. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að almenn sátt verði um þessa frambúðarlausn í samgöngumálum Eyjamanna. Guðjón telur að þessi lausn muni ekki síður styrkja Rangárþing og íbúar þar eigi eftir að sækja þjónustu til Eyja, svo sem heilsugæslu og skóla. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Ríkið hyggst verja fimm milljörðum króna á næstu þremur árum til ferjuhafnar í Bakkafjöru og til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju, samkvæmt stefnumörkun samgönguáætlunar. Hafnargerðin á að hefjast á næsta ári og ljúka árið 2010. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður, spáir því að þessar framkvæmdir leiði til sameiningar Rangárþings og Eyja.Á fjárlögum þessa árs eru þegar tvöhundruð milljónir króna til undirbúnings ferjuhafnar í Bakkafjöru en áætlað er að gerð hafnarinnar taki tvö til tvö og hálft ár. Hafnargerðin er talin kosta 3,3 milljarða króna. Byggðir verða tveir 600 m langir brimvarnargarðar út frá Bakkafjöru, grafið verður út skipalægi innan garðanna og byggður þar 65 m langur viðlegukantur ásamt ekjubrú. Í verkinu felst einnig að byggðir verða upp fyrirstöðugarðar meðfram Markarfljóti og sjóvarnargarðar frá ósum Markarfljóts að ferjuhöfninni. Einnig er innifalin í verkinu gerð rúmlega 3 km vegar frá Bakkaflugvelli að ferjuhöfninni. Jafnhliða verður smíðuð ný Vestmannaeyjaferja, sem áætlað er að kosti 1,6 milljarða króna. Miðað er við að hún verði um 60 m löng, geti flutt 250 farþega og um 50 bíla. Siglingatími ferjunnar verður um 35 mínútur milli lands og Eyja og er stefnt að allt að sex ferðum á dag. Guðjón Hjörleifsson alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að almenn sátt verði um þessa frambúðarlausn í samgöngumálum Eyjamanna. Guðjón telur að þessi lausn muni ekki síður styrkja Rangárþing og íbúar þar eigi eftir að sækja þjónustu til Eyja, svo sem heilsugæslu og skóla.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira