Innlent

Forneskjulegar og niðurlægjandi skoðanir

Samtökin 78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skoðana sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið um að hægt sé að breyta kynhneigð fólks. Samtökin segja skoðanirnar forneskjulegar og niðurlægjandi og þær lýsi vanþekkingu á lífi samkynhneigðra.

Í yfirlýsingunni kemur fram að bandaríska sálfræðifélagið hafi gert alvarlegar athugasemdir við "meðferðarúrræði" sem ýmsir trúarhópar bjóða upp á til að leysa fólk undan kynhneigð sinni.

Afstaða fræðasamfélagsins er sú að slík úrræði séu gagnslaus og jafnvel skaðleg.

Samtökin segja sorglegt að eftir áralanga baráttu og jákvæða þróun í málefnum samkynhneigðra á Íslandi, sé enn gert lítið út tilveru homma, lesbía og fjölskyldna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×