Innlent

Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra hækkar

MYND/Stefán Karlsson

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20 prósent. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2007. Henni er ætlað að taka mið af verðlagsbreytingum síðasta árs, hækka árlegan afslátt og jafnframt stækka hóp þeirra sem njóta afsláttarins af fasteignagjöldum.

Þá er ekki lengur þörf á sérstakri umsókn um afsláttinn. Nýtt álagningakerfi bæjarins reiknar hann sjálfkrafa út við álagningu fasteignagjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×