Innlent

Fólksflutningum til landsins fjölgar

Fólk á ferð í Reykjavík.
Fólk á ferð í Reykjavík. MYND/Anton Brink

Fleiri fluttu til landsins síðastliðin tvö ár en árin á undan. Erlendum karlmönnum fjölgar mest, en fram til ársins 2003 voru konur í meirhluta aðfluttra. Þetta kemur fram í ritröðinni Mannfjöldi um Búferlaflutninga 1986-2006 frá Hagstofunni. Austurland stendur töluvert upp úr í fjölgun íbúa í kjölfar stóriðjuframkvæmda og virkjana.

Mest fjölgun íbúa var í Hveragerði. Flutningstölur innanlands voru neikvæðar á öllum landssvæðum nema á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi.

Frá Akureyri fluttu fleiri frá bænum en til hans, ólíkt því sem verið hefur. Á Austurlandi voru flutningstölur einnig neikvæðar, en þó var fækkunin minni en árin á undan.

Nokkuð hefur dregið úr forskoti höfuðborgarsvæðisins síðustu áratugi, Þetta má rekja til fjölgunar þéttbýlis í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eins og á Akranesi, Hveragerði, Selfossi og Keflavík og Njarðvík.

Þeir sem fluttu til landsins umfram þá sem fluttust frá landinu voru 17,3 miðað við 13 ári áður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×