Stúlkan sem lýst var eftir fundin

Kolbrún Sara Runólfsdóttir, stúlkan sem lögregla lét lýsa eftir fyrr í kvöld, er komin fram heil á höldnu. Hún fannst eftir að eftirtektarsamur vegfarandi sem hafði fylgst með fjölmiðlum sá hana. Hún hafði ekki sést í tvo daga. Lögregla vill þakka öllum sem að komu fyrir skjót og góð viðbrögð.