Innlent

Fjöldi öryrkja kominn á atvinnumarkað

Fjöldi öryrkja á Norðurlandi er kominn á atvinnumarkað eftir þátttöku í tilraunaverkefni. Fyrrum óvinnufær einstaklingur þakkaði þetta nýrri nálgun sem vakið hefur athygli fyrir utan landsteinana.

Um helgina var starfsendurhæfing Norðurlands tekin formlega í notkun. Hlutverk hennar er að veita einstaklingum endurhæfingu og koma þeim út á atvinnumarkað eða í skóla. Byggt er á þeirri hugmyndafræði að einstaklingurinn komi strax með virkum hætti að sinni endurhæfingu, taki ábyrgð á ástandi sínu. Einblínt er á heilbrigði viðkomandi en ekki sjúkdóma og alúð og virðing eru leiðarstefin í samskiptunum.

Byggt er á verðlaunuðu tilraunaverkefni á Húsavík sem borið hefur þann ávöxt að 60% þeirra sem sótt hafa námskeið eru komin úr bótakerfinu í nám eða út á atvinnumarkað.

Þess utan segir framkvæmdastjóri starfsendurhæfingar Norðurlands að ríkið geti sparað milljarða í tryggingakerfinu með því að fækka öryrkjum og koma þeim aftur til virkni í samfélaginu. Önnur Evrópulönd eru farin að vinna eftir húsvíska kerfinu og innanlands er hin nýja hugmyndafræði að breiðast út. Þá hefur ESB styrkt verkefnið rausnarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×