Sakaður um ólöglega lántöku 12. febrúar 2007 18:30 Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli. Fréttir Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Sérstakur ríkissaksóknari reynir að sanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hafi m.a. staðið að ólöglegum lánveitingum frá Baugi til Gaums á tímabilinu 1999 - 2002, þegar Baugur var almenningshlutafélag. Þriggja daga yfirheyrslur hófust yfir Jóni Ásgeiri í héraðsdómi í morgun. Þrír sakborningar koma við sögu í þessum þætti Baugsmálsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs og Jón Gerald Sullenberger. Ákærurnar snúnast nánast allar um meint lögbrot í tengslum við lán almenningshlutafélagsins Baugs á árunum 1999 - 2002 til fjárfestingafélagsins Gaums sem var alfarið í eigu Baugsfjölskyldunnar og Fjárfars. Bæði verjendur og sækjendur lögðu fram ný gögn við upphaf aðalmeðferðar í morgun. Verjendur lögðu fram öllu meiri gögn og lýsti Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur ríkissaksóknari yfir að hann áskildi sér rétt til að kalla Jón Ásgeir aftur fyrir dóm vegna þeirra. En ríkissaksóknari ætlar sér annars þrjá daga til að yfirheyra hann. Jón Ásgeir hélt því fram fyrir dómi í dag að í öllum tilvikum hafi verið um eðlileg viðskiptalán að ræða, þar sem Gaumur tók á sig upphafsáhættu fyrir Baug í viðskiptum með ný félög. Samanlagt er um að ræða upphæðir á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, þar sem hæsta upphæðin er 100 milljónir. Gestur Jónsson, aðalverjandi Jóns Ásgeirs, segir að umrædd viðskipti hafi ekki einu sinni alltaf verið á milli Baugs og Gaums. "Oftast vörðuðu þau hagsmuni Baugs sem var að kaupa í öðrum fyrirtækjum , þar sem Gaumur kom að sem liðsmaður Baugs í þessum viðskiptum," sagði Gestur. Arnleifur Ísberg formaður dómsins hvatti Sigurð Tómas í dag til að vera hnitmiðaðri í spurningum sínum og sagði málatilbúnaðinn dálítið lausan í reipunum. En Sigurður sagði erfitt að verða við því þegar hann fengi ekki svör við spurningum sínum. Saksóknari lauk við að spyrja út í átta af 18 ákæruliðum í dag. Ljúka átti yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri á hádegi á miðvikudag en nú er ljóst að það næst ekki fyrr en í lok miðvikudagsins. Í Morgunblaðinuí dag kallar Jón Ásgeir réttarhöldin sýndarréttarhöld og fá eða engin dæmi önnur séu um önnur eins afskipti æðstu yfirvalda af dómsmáli.
Fréttir Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira