Innlent

Sól á Suðurnesjum funda vegna Helguvíkur

Forsvarsmenn Sólar á Suðurnesjum kynna hér tillögur sínar fyrir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni.
Forsvarsmenn Sólar á Suðurnesjum kynna hér tillögur sínar fyrir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni. MYND/Vísir
Samtökin Sól á Suðurnesjum ætla annað kvöld að efna til opins fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík til þess að ræða um fyrirhugað álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir. Samtökin vilja meina að framkvæmdir vegna álversins muni setja mark sitt á dýrmætar náttúruperlur Grindvíkinga.

Samtökin stóðu einni fyrir fundi 12. janúar síðastliðinn og kröfðust þess þar að framkvæmdum við álver í Helguvík yrði frestað uns búið væri að kanna vilja íbúa til framkvæmda. Máli sínu til stuðnings benda þau á að íbúar Hafnarfjarðar fái að greiða atkvæði um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík.

Hægt er nálgast frekari upplýsingar hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×