Heimabíóhljómur úr einum hátalara 12. febrúar 2007 15:00 Yamaha YSP-1100 gefur „surround“-hljóm þrát fyrir að vera bara einn hátalari. Þar að auki lítur það vel út. Yamaha YSP-1100 er einn hátalari sem skilar raunhæfum heimabíóhljómi. Tækið endurvarpar hljóði af veggjum og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá. Þegar „surround"-heimabíókerfi fóru að seljast jafn vel og raun ber vitni fóru framleiðendur að leita að nýjum leiðum í þróun kerfanna. Einn augljósasti gallinn við þau er hversu plássfrekt þau eru og oft á tíðum frek á sjónræna athygli. Þetta er ekkert mál fyrir bíófíkla sem dreymir um það eitt að eiga bíósal í stað stofu, en fyrir Jón og Jónínu sem vilja bara horfa á Evróvisjón í almennilegum græjum eru tveggja metra gólfhátalarar það sem kallast á fagmáli „overkill". Ein lausnin var að þróa minni kerfi og samfara því fóru þráðlausir hátalarar að skjóta upp kollinum. Vandamálið var ennþá það sama því þessar lausnir byggja allar á fimm til sjö hátölurum sem komið er fyrir í kringum áhorfanda og -heyranda. Fyrir nokkrum árum komu hinsvegar á markaðinn kerfi sem byggja á endurvarpi hljóðs af veggjum sem myndar einskonar gervi-„surround". Hljóðið kemur þá einungis úr einum eða tveimur hátölurum og eru kostirnir einfaldlega of augljósir til að telja upp. Þessi tækni er nú orðin raunverulegur valkostur hvað varðar bæði gæði og verð. YSP-100 kastar hljóði milli veggja og myndar eins konar „surround“. Tækið hentar á flesta staði nema í miðja Laugadalshöllina. Þessi tækni hefur verið þróuð af ýmsum framleiðendum en flestir eru sammála að Yamaha sé fremst meðal jafningja á þessu sviði enda fáir jafn miklir tækjafíklar og fjarlægir frændur okkar Japanir. Kerfi Yamaha kallast YSP-1100 og er þriðja kynslóð heimabíós sem byggir á fjölmörgum hátölurum sem komið er fyrir í einni heild þannig það lítur út sem einn hátalari. Tækið vinnur þannig að sumir hátalaranna virka sem miðjuhátalarar og aðrir sem framhátalarar á meðan aðrir skjóta hljóðinu til hliðanna í veggi eða aðra fleti sem endurkasta hljóði þannig að það berst aftur fyrir áheyranda. Langeinfaldast er að skoða skýringarmynd og skilja eftir meira pláss fyrir auglýsingarnar sem borga laun þess sem skrifar. YSP-1100 samanstendur af 40 litlum stafrænum kraftmögnurum bak við 40 stefnuvirka hljóðnema, auk tveggja bassahátalara. Þeim er raðað í eina heild þannig að þeir henti fullkomlega undir 42“ tommu sjónvarp. Það kann að hljóma flókið að stilla tækið þannig að það kasti hljóðinu nákvæmlega eins og þarf. Það er hins vegar ekki flóknara en að koma þar til gerðum hljóðnema fyrir (hann fylgir tækinu) og ýta á „auto"-takkann. Hvert þriggja ára barn getur ráðið fram úr þessu en fyrir þá hörðustu er hægt að stilla tækið handvirkt. Helsti kostur tækisins, fyrir utan að taka lítið pláss, líta vel út og hljóma vel, er að það virkar. Ótrúlegt en satt, tækið gefur mjög góðan hljóm og surroundið virkar. Hljómurinn er ekki eins og í hefðbundnu heimabíói en það er vel þess virði að skoða tækið því þarna er á ferð góð lausn á leiðindavandamáli. Tækni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yamaha YSP-1100 er einn hátalari sem skilar raunhæfum heimabíóhljómi. Tækið endurvarpar hljóði af veggjum og gefur þannig þá tálheyrn að hljóðið komi aftan frá. Þegar „surround"-heimabíókerfi fóru að seljast jafn vel og raun ber vitni fóru framleiðendur að leita að nýjum leiðum í þróun kerfanna. Einn augljósasti gallinn við þau er hversu plássfrekt þau eru og oft á tíðum frek á sjónræna athygli. Þetta er ekkert mál fyrir bíófíkla sem dreymir um það eitt að eiga bíósal í stað stofu, en fyrir Jón og Jónínu sem vilja bara horfa á Evróvisjón í almennilegum græjum eru tveggja metra gólfhátalarar það sem kallast á fagmáli „overkill". Ein lausnin var að þróa minni kerfi og samfara því fóru þráðlausir hátalarar að skjóta upp kollinum. Vandamálið var ennþá það sama því þessar lausnir byggja allar á fimm til sjö hátölurum sem komið er fyrir í kringum áhorfanda og -heyranda. Fyrir nokkrum árum komu hinsvegar á markaðinn kerfi sem byggja á endurvarpi hljóðs af veggjum sem myndar einskonar gervi-„surround". Hljóðið kemur þá einungis úr einum eða tveimur hátölurum og eru kostirnir einfaldlega of augljósir til að telja upp. Þessi tækni er nú orðin raunverulegur valkostur hvað varðar bæði gæði og verð. YSP-100 kastar hljóði milli veggja og myndar eins konar „surround“. Tækið hentar á flesta staði nema í miðja Laugadalshöllina. Þessi tækni hefur verið þróuð af ýmsum framleiðendum en flestir eru sammála að Yamaha sé fremst meðal jafningja á þessu sviði enda fáir jafn miklir tækjafíklar og fjarlægir frændur okkar Japanir. Kerfi Yamaha kallast YSP-1100 og er þriðja kynslóð heimabíós sem byggir á fjölmörgum hátölurum sem komið er fyrir í einni heild þannig það lítur út sem einn hátalari. Tækið vinnur þannig að sumir hátalaranna virka sem miðjuhátalarar og aðrir sem framhátalarar á meðan aðrir skjóta hljóðinu til hliðanna í veggi eða aðra fleti sem endurkasta hljóði þannig að það berst aftur fyrir áheyranda. Langeinfaldast er að skoða skýringarmynd og skilja eftir meira pláss fyrir auglýsingarnar sem borga laun þess sem skrifar. YSP-1100 samanstendur af 40 litlum stafrænum kraftmögnurum bak við 40 stefnuvirka hljóðnema, auk tveggja bassahátalara. Þeim er raðað í eina heild þannig að þeir henti fullkomlega undir 42“ tommu sjónvarp. Það kann að hljóma flókið að stilla tækið þannig að það kasti hljóðinu nákvæmlega eins og þarf. Það er hins vegar ekki flóknara en að koma þar til gerðum hljóðnema fyrir (hann fylgir tækinu) og ýta á „auto"-takkann. Hvert þriggja ára barn getur ráðið fram úr þessu en fyrir þá hörðustu er hægt að stilla tækið handvirkt. Helsti kostur tækisins, fyrir utan að taka lítið pláss, líta vel út og hljóma vel, er að það virkar. Ótrúlegt en satt, tækið gefur mjög góðan hljóm og surroundið virkar. Hljómurinn er ekki eins og í hefðbundnu heimabíói en það er vel þess virði að skoða tækið því þarna er á ferð góð lausn á leiðindavandamáli.
Tækni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira