Innlent

Hvetja til kosninga um álver í Helguvík

Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum hvetja til að kosið verði um álver í Helguvík
Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum hvetja til að kosið verði um álver í Helguvík MYND/Oddgeir Karlsson

Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum hvetja bæjarfulltrúa til að efna til kosninga um fyrirhugað álver í Helguvík og aðrar framkvæmdir tengdar því, eins og raflínur og virkjanir. Þeir halda opinn fund um álverið á miðvikudagskvöldið kl 20.30 á veitingastaðnum Ránni við Hafnargötu í Reykjanesbæ.

Í fréttatilkynningu frá Uj-suð segir að íbúafundurinn sé sá fyrsti í Reykjanesbæ sem gefi íbúum tækifæri til að kynna sér sjónarmið helstu hagsmunaaðila. Frummælendur og þeir sem flytja erindi verða fulltrúar Norðuráls og Landverndar og Guðný Hrund Karlsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar sem fjallar um stefnu fylkingarinnar í umhverfismálum. Fundarstjóri verður Róbert Marsha




Fleiri fréttir

Sjá meira


×