Innlent

Þjóðarsátt um auðlindanýtingu og náttúruvernd

Þjóðarsátt á að nást um auðlindanýtingu og náttúruvernd segja Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra en þau kynntu nú fyrir hádegi frumvarp um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Ráðherrarnir kynntu tvö frumvörp á blaðamannafundi í morgun sem þau munu mæla fyrir á þingi á morgun.

Umhverfisráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um meginreglur umhverfisréttar en reglurnar eru að stofni til úr alþjóðasamþykktum.

Iðnaðarráðherra mælir hins vegar fyrir auðlindafrumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að stofnaðir verði tveir starfshópar með fulltrúum allra þingflokka, náttúruverndarsamtaka og hagsmunaaðila. Annar hópurinn á að móta verndaráætlun en hinn nýtingaráætlun. Báðir eiga hóparnir að skila tillögum sínum til forsætisráðherra. Þá tekur þriðji hópurinn við sem samræmir þessar áætlanir í eitt frumvarp sem verður lagt fram á haustþingi 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×