Stóðhesta TÖLT veisla á fimmtudaginn! 12. febrúar 2007 07:22 Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina. Hestar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Stólarnir með annan sigurinn í röð Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sjá meira
Meistaradeild VÍS heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld með sannkallaðri töltveislu. Heyrst hefur að nokkrir af bestu stóðhestum landsins muni etja kappi ásamt ekki síðri geldingum og hryssum. Hulda Gústafsdóttir sigraði þessa keppni í fyrra en hún er á nýjum hesti í ár þar sem List frá Vakursstöðum hefur fært sig til annarra starfa ekki síður göfugra. Hulda hyggst tefla fram stóðhestinum Völsungi frá Reykjavík sem m.a. sigraði töltið á Suðurlandsmótinu í fyrra. Sigurvegari fjórgangsins í ár og Meistaradeildar VÍS í fyrra er Atli Guðmundsson og hann ætlar að koma með Dynjanda frá Dalvík í töltið. Dynjandi fór á kostum í fjórgangnum þar sem hann sigraði Þorvald Árna og Rökkva frá Hárlaugsstöðum eftir bráðabana. Atli lét þau orð falla að loknum fjórgangnum að hann ætlaði sér að vinna töltið einnig. Þorvaldur Árni segist bíða með tilhlökkun eftir töltinu og ekki er talið líklegt að hann ætli að láta Atla vinna sig tvisvar í röð. Þorri er kominn með nýjan keppnishest í tölti en taldi þó líklegra að hann kæmi með Rökkva á fimmtudaginn þó ekki sé útilokað að hann skipti um skoðun þegar nær dregur. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson en hann hefur sést við æfingar á Ingólfshvoli á Freyði frá Hafsteinsstöðum og Hyllingu frá Kimbastöðum sem gerði töltgarðinn frægan á sínum yngri árum. En eins og flestir vita er Siggi með fullt hús gæðinga og því vonlaust að slá því föstu hvað hann dregur út þegar á hólminn er komið. Viðar Ingólfsson kemur að öllum líkindum með Tuma frá Stóra-Hofi sem ekki er þörf á að kynna hér frekar. En það er óhætt að spá fyrir um veislu á fimmtudagskvöld og samkvæmt óspurðum fréttum gætu hestar eins og Grunur frá Oddhóli, Markús frá Langholtsparti, Melódía frá Möðrufelli, Leiknir frá Vakursstöðum og fleiri glatt augu í Ölfushöll, en ráslisti verður birtur á miðvikudag. Töltið fer fram á Ingólfshvoli sem fyrr og hefjast leikar klukkan 19.30, B-úrslit fara fram klukkan 21.15 og A-úrslitin klukkan 22.00 Hægt verður að kaupa ársmiða á 3.500 krónur sem gildir út deildina.
Hestar Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Stólarnir með annan sigurinn í röð Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Elísabet stýrði Belgum til sigurs Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Fyrsti sigur Eyjamanna í meira en mánuð Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sjá meira