Vodafone kaupir indverskt farsímafélag 12. febrúar 2007 06:45 Auglýsing frá indverska farsímafélaginu Hutchison Essar, sem í daglegu tali nefnist Hutch. Mynd/AFP Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur síðan fyrir áramót att kappi við fjölda alþjóðlegra farsímafélaga um hlutinn, þar á meðal indverska eignarhaldsfélagið Essar, sem fer með minnihluta í félaginu. Með kaupum þykir Vodafone hafa tryggt sér forskot á indverska farsímamarkaðnum, sem gert er ráð fyrir að muni vaxa gríðarlega á næstu árum. Til merkis um það fjölgar nýjum viðskiptavinum farsímafélaga í landinu um 6,5 milljónir í hverjum mánuði. Breskir fjölmiðlar, þar á meðal breska ríkisútvarpið, segja kaupin marka ákveðna þróun hjá Vodafone, sem hefur líkt og önnur farsímafélög í Evrópu horfir í auknum mæli til nýmarkaða í Afríku og Asíu í kjölfar ákveðinnar mettunar á evrópska og bandaríska farsímamarkaðnum. Þá hafa hluthafar Vodafone þrýst á Arun Sarin, forstjóra Vodafone, að hann leiti leiða til að færa fyrirtækið inn á nýjar brautir. Kaupin á meirihlutaeign Hutchison er skref í þá átt. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski farsímarisinn Vodafone hefur keypt 67 prósenta hlut asíska fjárfestingafélagsins Hutchison Whampoa í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands. Kaupverð nemur 11,1 milljarði bandaríkjadala, jafnvirði 753,8 milljörðum íslenskra króna. Vodafone hefur síðan fyrir áramót att kappi við fjölda alþjóðlegra farsímafélaga um hlutinn, þar á meðal indverska eignarhaldsfélagið Essar, sem fer með minnihluta í félaginu. Með kaupum þykir Vodafone hafa tryggt sér forskot á indverska farsímamarkaðnum, sem gert er ráð fyrir að muni vaxa gríðarlega á næstu árum. Til merkis um það fjölgar nýjum viðskiptavinum farsímafélaga í landinu um 6,5 milljónir í hverjum mánuði. Breskir fjölmiðlar, þar á meðal breska ríkisútvarpið, segja kaupin marka ákveðna þróun hjá Vodafone, sem hefur líkt og önnur farsímafélög í Evrópu horfir í auknum mæli til nýmarkaða í Afríku og Asíu í kjölfar ákveðinnar mettunar á evrópska og bandaríska farsímamarkaðnum. Þá hafa hluthafar Vodafone þrýst á Arun Sarin, forstjóra Vodafone, að hann leiti leiða til að færa fyrirtækið inn á nýjar brautir. Kaupin á meirihlutaeign Hutchison er skref í þá átt.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira