Handbolti

Alexander með stórleik

Alexander Petersson var frábær í dag.
Alexander Petersson var frábær í dag.

Alexander Petersson skoraði níu mörk og var langmarkahæsti leikmaður Grosswallstadt sem vann góðan útisigur á Róbert Sighvatssyni og lærisveinum hans í Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-24. Einar Hólmgeirsson lék ekki með Grosswallstadt vegna meiðsla. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag.

Þórir Ólafsson og Birkir Ívar Guðmundsson léku báðir með Lubbecke sem mátti þola tap á heimavelli fyrir Magdeburg, 34-30. Þórir komst ekki á blað í leiknum. Þá vann Nordhorn auðveldan sigur á Balingen, 38-28.

Grosswallstadt siglir lygnan sjó og er um miðja deild með 20 stig þegar 18 umferðum er lokið í Þýskalandi. Magdeburg er í bullandi toppbaráttu, er sem stendur í fjórða sæti en á leik til góða á flest önnur lið í efri hluta deildarinnar. Lubbecke og Wetzlar eru hins vegar í mikilli fallhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×