Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona.
"Þegar það þarf að velja 18 leikmenn út stórum hópi er óhjákvæmilegt að skilja einhverja eftir. Ég hef þrjá framherja og þeir þurfa allir að vera í góðu formi," sagði Rijkaard þegar spænskir fréttamenn spurðu hann út í fjarveru Eiðs Smára.
Samuel Eto'o og Lionel Messi eru í hópnum hjá Barcelona ásamt Javier Saviola. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld kl. 18.