Sport

Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið

Yelena Isinbayeva hefur haft gríðarlega yfirburði í stangarstökki kvenna síðustu ár.
Yelena Isinbayeva hefur haft gríðarlega yfirburði í stangarstökki kvenna síðustu ár. MYND/Getty

Ólympíumeistarinn Yelena Isinbayeva setti enn eitt heimsmetið í stangarstökki kvenna í gær þegar hún vippaði sér yfir 4,93 metra á árlegu móti sem fram fer í Úkraínu og haldið er til heiðurs Sergei Bubka. Þetta er 20. heimsmet Isinbayevu á ferlinum en Bubka-mótið er haldið innanhúss.

"Ég get ekki lýst ánægju minni með orðum því 2006 var mjög erfitt fyrir mig," sagði Isinbayeva með tárin í augunum eftir að hafa náð áfanganum. Isinbayeva hefur verið í lægð frá því að hún hætti samstarfi sínu með þjálfaranum Yevgeny Trofimov, en þetta er fyrsta heimsmet hennar í tvö ár.

Besti árangur hennar utanhúss er stökk upp á 5,01 metra, en það er að sjálfsögðu heimsmet. "Vonandi eru öll mín vandamál nú að baki og nú stefni ég á að setja enn fleiri heimsmet," sagði Isinbayeva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×