Enski boltinn

Ferguson hrósar breidd leikmannahópsins

Alex Ferguson og lærisveinar hans halda sínu striki í ensku úrvalsdeildinni.
Alex Ferguson og lærisveinar hans halda sínu striki í ensku úrvalsdeildinni.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., segir að sigur sinna manna á Charlton í dag hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Ferguson hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, t.d. Cristiano Ronaldo, en það kom ekki að sök.

“Það er mjög mikilvægt að geta hvílt menn með reglulegu millibili þegar álagið er jafnmikið og raun ber vitni. Og þegar við þurfum á þeim að halda þá standa þeir sig, eins og sannaðist í dag,” sagði Ferguson eftir leikinn en Park Ji-Sung og Darren Fletcher, sem komu inn í lið Man. Utd. í dag, skoruðu mörk liðsins.

“Ég vill hins vegar hrósa Charlton fyrir góðan leik. Þeir þorðu að sækja og voru eitt sprækasta liðið sem heimsótt hefur okkur í vetur. Það er greinlegt að nýr stjóri er að vinna gott starf með skipulagninu liðsins,” bætti Ferguson við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×