Vel mannað Silfur 10. febrúar 2007 19:03 Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun
Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu.