Vel mannað Silfur 10. febrúar 2007 19:03 Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun
Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu.