Enski boltinn

Roeder ánægður með að hafa valið Martins

Glenn Roeder er ánægður með Obafemi Martins.
Glenn Roeder er ánægður með Obafemi Martins. MYND/Getty

Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa keypt Obafemi Martins frá Nígeríu til félagsins í sumar, fremur en hollenska framherjann Dirk Kuyt sem fór stuttu síðar til Liverpool. Roeder segir að Martins hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Litlu munaði að Kuyt hefði farið til Newcastle en á síðustu stundu kaus Roeder að kaupa Martins frekar. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur Nígeríumaðurinn verið að spila mjög vel fyrir Newcastle að undanförnu en flestir vilja meina að Kuyt hafi staðið sig enn betur fyrir Liverpool. Roeder er þó ekki á þeirri skoðun.

“Mér líkar mjög vel við þá báða sem leikmenn. Við hjá Newcastle getum verið mjög ánægðir með Obafemi og þeir hjá Liverpool mega vera ánægðir með Kuyt. Báðir hafa staðið sig mjög vel,” segir Roeder.

“En ég sé ekki eftir því að hafa keypt Oba. Hann hefur notið mikillar velgengni í ensku úrvalsdeildinni,” sagði Roeder og bætti við að aðrir stjórar í deildinni hefðu einnig mikið álit á framherjanum. “Tveir minna bestu vina eru knattspyrnustjórar hjá toppliðum deildarinnar og þeir hafa sagt mér persónulega hversu mikið þeir hafa hrifist af Oba.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×