Mótmæla uppbyggingu Kjalvegar 9. febrúar 2007 10:58 Kjalvegur. Bláfellsháls og Kerlingafjöll. MYND/GVA Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Stjórn Ferðafélags Íslands leggst einnig alfarið gegn hugmyndum um umræddan veg. Í ályktun frá félaginu segir að framkvæmdin muni stórspilla óbyggðum hálendisins. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. Á hluta þeirra vega er algengt að sé flughált auk þess sem vindhæð magnist og stormur og rok verði meira ríkjandi. "Því getur Kjalvegur sem samgönguleið verið mjög varasamur að vetrarlagi." Áform Norðurvegs ehf. eru að bæta aðgengi að hálendinu fyrir almenning með einkaframkvæmd og stytta þannig leiðina milli Norður- og Suðurlands um 50-100 km. Kostnaður er áætlaður um 4.2 milljarðar króna og veggjald verður tvö þúsund krónur á ferð fyrir fólksbíl, en átta þúsund fyrir þungaflutninga. Þannig geti framkvæmdin borgað sig upp á 16-18 árum. Í skoðanakönnun á vefsíðu Ferðaklúbbsins 4x4 voru 86 prósent ósáttir við uppbyggða hálendisvegi með veggjöldum. Ferðaklúbburinn bendir á að Kjalvegur er fær fólksbílum að sumarlagi. Stytting vegarins milli norðurlands og þéttbýlis á Suðurlandi megi fá með lagfæringum á Þjóðvegi 1. Þá mótmælir Ferðaklúbburinn sjón- og hávaðamengun sem framkvæmdirnar hafa í för með sér. Vegur af þessari gerð svipti hálendið sérkennum og öræfamenningu sem ferðamenn sækjast eftir. "Kjölur verður aldrei samur eftir að slík framkvæmd hefur verið heimiluð." Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 mótmælir áformum Norðurvegs ehf. um uppbyggingu Kjalvegar. Í tilkyningu frá klúbbnum er bent á að uppbyggður og malbikaður Kjalvegur geti verið afar varasamur vegna veðurfarsaðstæðna. Stjórn Ferðafélags Íslands leggst einnig alfarið gegn hugmyndum um umræddan veg. Í ályktun frá félaginu segir að framkvæmdin muni stórspilla óbyggðum hálendisins. Til viðmiðunar er bent á reynslu af Kvíslaveituvegi og syðsta hluta Sprengisandsvegar sem svipi til aðstæðna á Kjalvegi. Á hluta þeirra vega er algengt að sé flughált auk þess sem vindhæð magnist og stormur og rok verði meira ríkjandi. "Því getur Kjalvegur sem samgönguleið verið mjög varasamur að vetrarlagi." Áform Norðurvegs ehf. eru að bæta aðgengi að hálendinu fyrir almenning með einkaframkvæmd og stytta þannig leiðina milli Norður- og Suðurlands um 50-100 km. Kostnaður er áætlaður um 4.2 milljarðar króna og veggjald verður tvö þúsund krónur á ferð fyrir fólksbíl, en átta þúsund fyrir þungaflutninga. Þannig geti framkvæmdin borgað sig upp á 16-18 árum. Í skoðanakönnun á vefsíðu Ferðaklúbbsins 4x4 voru 86 prósent ósáttir við uppbyggða hálendisvegi með veggjöldum. Ferðaklúbburinn bendir á að Kjalvegur er fær fólksbílum að sumarlagi. Stytting vegarins milli norðurlands og þéttbýlis á Suðurlandi megi fá með lagfæringum á Þjóðvegi 1. Þá mótmælir Ferðaklúbburinn sjón- og hávaðamengun sem framkvæmdirnar hafa í för með sér. Vegur af þessari gerð svipti hálendið sérkennum og öræfamenningu sem ferðamenn sækjast eftir. "Kjölur verður aldrei samur eftir að slík framkvæmd hefur verið heimiluð."
Fréttir Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira