Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. "Hann vildi ólmur opna svona safn og var byrjaður að leita af húsnæði rétt áður en hann dó" sagði bróðir hans Jón Dan Jóhannsson sem er einn af þeim sem standa fyrir opnun safnsins. Heiðar var mikill áhugamaður um mótorhjól og safnaði þeim, hann átti sér það markmið að eiga 10 hjól þegar hann myndi verða fertugur en þegar stundinn rann upp átti hann bara 9. Þegar hann lést í fyrrasumar átti hann alls 30 hjól þá 52 ára að aldri. Safnið hans er mjög verðmætt en ekki eru til tölur um hversu mikla fjármuni er að ræða. Fimm manna nefnd vina Heiðars hefur unnið að undirbúningi þess að koma safninu á fót og hefur verið ákveðið að stofna sjálfseignarfélag um reksturinn og hefur fjölskylda Heiðars þegar ákveðið að öll hjól sem hann átti verði gefin safninu. Vonast menn til þess að 50-70 hjól verði á safninu þegar það verður opnað og nokkuð er um að fólk bjóðist til að lána safninu hjól sem þau eiga í óákveðinn tíma. Ekki er komin nákvæm tímasetning á opnun safnsins en það mun ábyggilega ekki fara fram hjá neinum þegar svo verður. Mótorhjólaklúbbur var stofnaður til heiðurs Heidda skömmu eftir að hann lést og ber hann heitið Tían. Heimasíða Tíunnar: www.tian.is Akstursíþróttir Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti
Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. "Hann vildi ólmur opna svona safn og var byrjaður að leita af húsnæði rétt áður en hann dó" sagði bróðir hans Jón Dan Jóhannsson sem er einn af þeim sem standa fyrir opnun safnsins. Heiðar var mikill áhugamaður um mótorhjól og safnaði þeim, hann átti sér það markmið að eiga 10 hjól þegar hann myndi verða fertugur en þegar stundinn rann upp átti hann bara 9. Þegar hann lést í fyrrasumar átti hann alls 30 hjól þá 52 ára að aldri. Safnið hans er mjög verðmætt en ekki eru til tölur um hversu mikla fjármuni er að ræða. Fimm manna nefnd vina Heiðars hefur unnið að undirbúningi þess að koma safninu á fót og hefur verið ákveðið að stofna sjálfseignarfélag um reksturinn og hefur fjölskylda Heiðars þegar ákveðið að öll hjól sem hann átti verði gefin safninu. Vonast menn til þess að 50-70 hjól verði á safninu þegar það verður opnað og nokkuð er um að fólk bjóðist til að lána safninu hjól sem þau eiga í óákveðinn tíma. Ekki er komin nákvæm tímasetning á opnun safnsins en það mun ábyggilega ekki fara fram hjá neinum þegar svo verður. Mótorhjólaklúbbur var stofnaður til heiðurs Heidda skömmu eftir að hann lést og ber hann heitið Tían. Heimasíða Tíunnar: www.tian.is