Afkoma Ryanair umfram væntingar 5. febrúar 2007 06:52 Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Á sama tíma árið 2005 skilaði flugfélagið 36,8 milljónum evrum í hagnað, eða tæpum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Tekjur flugfélagsins námu 493 milljónum evra, 44 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu, sem er 33 prósenta hækkun á milli ára. Fréttaveitan Bloomberg segir Ryanair hafa hækkað ýmis gjöld á farþega á síðasta ári og koma þannig til móts við aukinn rekstrarkostnað vegna hækkunar á eldsneytisverði, svo sem með því að hækkað verð á farmiðum. Bloomberg segir afkomuna á fjórðungnum langt umfram spár greinenda en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 21 milljóna evra hagnað, sem svarar til tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. 10,25 milljónir farþega flugu með vélum Ryanair á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs en það er 19 prósenta aukning á milli ára. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segist búast við að vegna lægra eldsneytisverðs nú en í fyrra muni hagnaður lággjaldaflugfélagsins aukast frekar. Hann gerir ráð fyrir að hagnaðurinn muni nema allt að 390 milljónum evra, 34,8 milljörðum íslenskra króna, sem er 40 milljónum evrum meira en fyrri afkomuspá flugfélagsins gerði ráð fyrir. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Á sama tíma árið 2005 skilaði flugfélagið 36,8 milljónum evrum í hagnað, eða tæpum 3,3 milljörðum íslenskra króna. Tekjur flugfélagsins námu 493 milljónum evra, 44 milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu, sem er 33 prósenta hækkun á milli ára. Fréttaveitan Bloomberg segir Ryanair hafa hækkað ýmis gjöld á farþega á síðasta ári og koma þannig til móts við aukinn rekstrarkostnað vegna hækkunar á eldsneytisverði, svo sem með því að hækkað verð á farmiðum. Bloomberg segir afkomuna á fjórðungnum langt umfram spár greinenda en meðalspá þeirra hljóðaði upp á 21 milljóna evra hagnað, sem svarar til tæplega 1,9 milljarða íslenskra króna. 10,25 milljónir farþega flugu með vélum Ryanair á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs en það er 19 prósenta aukning á milli ára. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segist búast við að vegna lægra eldsneytisverðs nú en í fyrra muni hagnaður lággjaldaflugfélagsins aukast frekar. Hann gerir ráð fyrir að hagnaðurinn muni nema allt að 390 milljónum evra, 34,8 milljörðum íslenskra króna, sem er 40 milljónum evrum meira en fyrri afkomuspá flugfélagsins gerði ráð fyrir.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira