Innlent

Mengun verður langt undir mörkum

MYND/Anton Brink

Verði af stækkun álvers Alcan í Straumsvík verða loftgæði með tilliti til heilsu fólks og mengunar gróðurs og jarðvegs undir öllum mörkum sem sett eru innan sem utan lóðamarka álversins. Þetta kom fram á fundi Samtaka Atvinnulífsins um atvinnulíf og umhverfi sem fram fór í morgun.

Á fundinum kom jafnframt fram að Alcan hafi tekist á undanförnum árum að draga stórlega úr útstreymi flúors en mælingar sýna að magn flúors í gróðri við álverið er nú svipað og mældist áður en álver Alcan hóf starfsemi árið 1969. Dregið hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn og er heildarlosun gróðurhúsalofttegunda nú litlu meiri en árið 1990 þegar framleiðslan var 87 þúsund tonn.

Verði framleiðslugeta álversins í Straumsvík aukin í 460 þúsund tonn verður heildarlosun gróðurhúsalofttegunda litlu meiri en árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×