Innlent

Staða einstakra smásölufyrirtækja metin

Samkeppniseftirlitið er nú að athuga stöðu einstakra smásölufyrirtækja varðandi markaðsráðandi stöðu og hvort skaðleg undirverðlagning á tilteknum sviðum hafi átt sér stað.

Upplýsinga hefur verið aflað frá smásöluverslunum um samningsskilmála við birgja. Niðurstöður athugunarinnar liggja ekki fyrir enn sem komið er, en aflað hefur verið umfangsmikilla gagna vegna greiningarinnar og er hún vel á veg komin.

Einnig hefur Samkeppniseftirlitið til athugunar verðþróun í heildsölu vegna verðhækkana birgja til matvöruverslana og veitingahúsa og beinist gagnaöflunin að um 70 birgjum.

Þá er innflutningsvernd á landbúnaðarvörum til skoðunar og samkeppnisaðstæður í framleiðslu og sölu mjólkurafurða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×