Körfubolti

ÍR og Hamar/Selfoss mætast í bikarúrslitum

Það verða lið Hamars/Selfoss og ÍR sem leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í körfubolta karla. Hamar/Selfoss lagði Keflavík í kvöld og ÍR vann Grindavík í undanúrslitunum sem fram fóru í kvöld. Í kvennaflokki eru Haukar komnir í úrslit þar sem þeir mæta annaðhvort Keflavík eða Hamar, sem mætast annað kvöld.

ÍR-ingar og leikmenn Hamars/Selfoss sýndu gríðarlegan karakter með sigrum sínum í kvöld því fyrirfram höfðu flestir búist við því að Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík færu í úrslit. Feykiöflugur heimavöllur Hamars/Selfoss stóð hins vegar undir nafni og náðu Keflvíkingar aðeins að skora 70 stig gegn 72 stigum heimamanna.

Grindavík mátti þola tap fyrir ÍR á heimavelli, 91-95. ÍR-ingar hafa verið á miklu skriði að undanförnu eftir brösótta byrjun á tímabilinu og áttu sigurinn í kvöld fyllilega skilinn.

Íslands- og bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki fengu harða keppni frá Grindavík í kvöld en höfðu að lokum sigur, 78-75, í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×