Innlent

Segir Baugsmálið hneyksli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir Baugsmálið réttarfarslegt hneyksli og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi att ákæruvaldinu á Baug.

Hún segir ástæðuna fyrir lélegu fylgi Samfylkingarinnar í könnunum vera að flokkurinn sé of pólitískur.

Ingibjörg Sólrún segir Baugsmálið dæmi um mál þar sem stjórnvöld fari kæruleysislega með vald sitt og hún telur að málið hefði í flestum örðum löndum talist réttarfarslegt hneygsli.

Ingibjörg Sólrún vísaði í Borgarnesræðuna sína þar sem hún velti upp þeirri spurningu hvort farið hefði verið í málið af pólitískum eða málefnalegum ástæðum. Hún segir svarið við þeirri spurningu vera komið í dag. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa att ákæruvaldinu gegn Baugi í málinu með ummælum sínum meðal annars í fjölmiðlum.

Samfylkingin hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og sagði Ingibjörg í ræðu sinni mikilvægt að tala um það og velti upp hugsanlegum ástæðum fyrir slöku gengi. Hún segir ástæðuna kannski vera að flokkurinn væri of pólitískur. Flokkurinn sé framsækinn flokkur sem setji mál á dagskrá. Flokkurinn þori á meðan aðrir þegi á meðan Sjálfstæðisflokkurinn láta aðra ryðja fyrir sig leiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×