Innlent

Magnús Þór kosinn varaformaður Frjálslyndra

Magnús Þór Hafsteinsson sigraði í varaformannskjöri Frjálslynda flokksins í dag. Mjótt varð á munum í kosningunni en Margrét Sverrisdóttir sóttist einnig eftir embættinu. Atkvæðin féllu þannig að Magnús fékk 369 atkvæði, eða 54% þeirra, en Margrét fékk 314, eða 46%. Alls kusu 686 manns. Þrír seðlar voru ógildir.

Nærri sjö hundruð manns tóku því þátt í varaformannskjöri flokksins í dag. Mikil örtröð skapaðist á Hótel Loftleiðum þegar mannfjöldinn mætti og skráði sig í flokkinn. Fólk fékk að skrá sig allt til klukkan korter í þrjú en klukkan þrjú átti að byrja að kjósa. Dagskrá landsfundarins riðlaðist því töluvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×