Innlent

Lítið af hafís fyrir utan Galtarvita

MYND/Vísir

„Það er nærri allt autt hérna fyrir utan og ísspangirnar, þrjár eða fjórar, virðast að mestu komnar inn í djúp." sagði Jón Pétursson, skipstjóri á Þorláki ÍS í viðtali við fréttastofu Vísis í dag. Jón sagði ísspangirnar ekki hafa haft áhrif á ferðir þeirra. Þorlákur ÍS var staddur norður af Galtarvita.

Hafís var í morgun farinn að nálgast Bolungarvík. Spöngin var næstum komin þvert yfir Ísafjarðardjúp en virðist nú hafa brotnað inn í það. Hún lá samsíða Stigahlíð og nánast að Grænuhlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×