Enski boltinn

Drogba gagnrýnir Shevchenko

Andrei Shevchenko skoraði tvö mörk í vikunni og ætti að vera með meira sjálfstraust um þessar mundir en hann hefur áður verið með síðan hann kom til Englands í sumar.
Andrei Shevchenko skoraði tvö mörk í vikunni og ætti að vera með meira sjálfstraust um þessar mundir en hann hefur áður verið með síðan hann kom til Englands í sumar. MYND/Getty

Didier Drogba, framherji Chelsea, segir að Andrei Shevchenko þurfa að hugsa minna um sjálfan sig og meira um lið sitt, ætli hann sér að skapa sér nafn í ensku úrvalsdeildinni. Shevchenko hefur engan veginn staðið undir væntingum í vetur og verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína.

Hingað til hefur Shevchenko þó að mestu leyti sloppið við gagnrýni frá félögum sínum í Chelsea, eða þar til að Drogba rauf þögnina í gær.

"Ég skynja ekki þörf hjá honum eða löngun til að hjálpa liðinu. Hann á við sjálfstraustsvandamál að stríða og þarf að skora mörk til að komast í gang. Hins vegar má hann ekki gleyma liðinu í ákefð sinni við að skora mörk," segir Drogba.

"Hann er í erfiðri stöðu," hélt Drogba áfram. "Hann þarf að réttlæta hátt kaupverð með því að skora mörk en hann virðist ekki skilja að þau kæmu ef við myndum vinna betur saman í sókninni. Við erum ekki í samkeppni því að kerfið sem Chelsea spilar í ár gerir ráð fyrir tveimur framherjum. En hann verður að hugsa um liðið fram yfir sjálfan sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×