Innlent

Væntingar um matarverðslækkun of miklar

Fjármálaráðherra hótar hertum samkeppnisreglum ef matarverð lækkar ekki um allt að sextán prósent eftir fyrsta mars. Hagar hyggjast lækka álagningu í sumum vöruflokkum til að mæta hækkunum frá heildsölum. Framkvæmdastjóri Kaupáss segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar um lækkun á matarverði.

Hvort lækkanir á virðisaukaskatti og vörugjöldum skili sér til fólksins í landinu er prófsteinn á samkeppni á matvörumarkaði segir fjármálaráðherra. Ef það gerist hins vegar ekki þurfi að herða samkeppnisreglur til að auka samkeppnina.

Jóhanna Waagfjörð ramkvæmdastjóri Haga sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, segist ekki skilja þessa hótun. Hagar séu í nánast daglegum samkiptum við samkeppnisstofnun og veiti henni allar þær upplýsingar sem óskað er eftir. Hækkunum heildsala verði í einhverjum tilvikum mætt með lækkun álagningar. Hins vegar sé það alveg ljós í sínum huga að matarverð mun lækka þann 1. mars, í samræmi við útreikninga hagstofunnar, eða um 8,7%.

En ríkisstjórnin lofaði allt að 16 prósenta lækkun á matarverði.

Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss sem rekur meðal annars Krónuna og Nóatún, segir stjórnvöld hafa byggt upp of miklar væntingar vegna lækkunar matarverðs. Hann segist þó viss um að samkeppnin muni sjá til þess að matarverð lækki. Hinsvegar hafi vörur hækkað umtalsvert vegna undirliggjandi verðbólgu frá því ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×