Hertar mengunarkröfur í nýju deiliskipulagi um álversstækkun 24. janúar 2007 18:42 Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist. Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum. Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær fyrir sitt leyti að nýtt deiliskipulag fyrir álverssvæðið fari í almennt skipulagsferli að lokinni atkvæðagreiðslu íbúa um tillöguna. Jafnframt samþykkti bæjarráð að kosning um málið skuli fara fram hinn 31. mars næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði boðaði til fréttamannafundar í dag, þar sem hann kynnt deiluskipulagið og forsendur þess. Ef deiliskipulagið nær fram að ganga mun svo kallað þynnigarsvæði minnka um tvo þriðju, fara úr um tíu ferílómetrum í rúmlega þrjá ferkílómetra. Þá mun mengun á hvert framleitt tonn af áli í stækkaðri verksmiðju verða minni en í núverandi verksmiðju. "Við erum að tala um það að setja fram mjög auknar kröfur varðandi mengunarvarnir, umfram það sem umhverfismat og umfram það sem starfsleyfið gaf og veitti Alcan," segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Farið sé fram með ítrustu kröfur sem þekkist hér á landi og víðast annars staðar í þessum rekstri. "Og það er auðvitað sérstaklega ánægjulegt að það hefur nást gott samkomulag og samstarf við Alcan um að mæta okkur í þeim kröfum," segir Lúðvík. Lúðvík segir að horfa verði til allra þátta þegar stækkun álversins er metin. Mengunar- og umhverfismála, þeirra starfa sem þarna eru og þjónustu sem þrýfst á starfsemi álversins og þær beinu tekjur sem það fæirir bænum. Lúðvík vill að Alþingi afgreiði hið fyrsta breytingar á lögum um skattlagningu álversins, sem forráðamenn álversins hafa óskað eftir, sem myndu gefa bænum 200 milljón króna tekjur af verksmiðjunni eins og hún er nú, í stað 70 milljóna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar komu að gerð deiliskipulagsins ásamt fulltrúum Alcan og svo virðist sem þverpólitísk samstaða ríki um að setja þetta skipulag fram. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði er enda ánægður með niðurstöðuna. "Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég er mjög sáttur og ánægður með þá niðurstöðu sem fengist hefur úr þessari yfirgripsmiklu vinnu með Alcan á undanförnum mánuðum. Og sérstakt ánægjuefni að það er full pólitísk samstaða milli fulltrúa allra flokka Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna um það að þetta sé tillaga sem við erum ásátt um að nái þeim markmiðum og skilyrðum sem við höfum sett fram í okkar viðræðum og það sé eðlilegt að það sé þetta sem lagt sé fyrir íbúana hér í bænum. Rannveig Rist forstjóri Alcan segir fyrirtækið geta uppfyllt þessi skilyrði. "Já, við treystum okkur til þess. Við erum hér með mjög metnaðarfullt starf í mengunarmálum og við höfum ekki verið að berjast við að ná einhverjum takmörkum sem hafa verið sett á okkur, heldur verið undir öllum mörkum. Við höfum mikinn metnað á þessu sviði. Þannig að við höldum því góða starfi áfram og fögnum því að náðst hafi þverpólitísk samstaða um þetta mál," segir Rannveig Rist.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira