Innlent

Ólafur fundaði með Kalam og Soniu Gandhi

Forsetarnir tveir, Ólafur Ragnar Grímsson og dr. A.P.J. Kalam á Íslandi árið 2005.
Forsetarnir tveir, Ólafur Ragnar Grímsson og dr. A.P.J. Kalam á Íslandi árið 2005. MYND/Valgarður Gíslason

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átt í dag og í gær fundi með forseta Indlands dr. A.P.J. Kalam og Soniu Gandhi leiðtoga Congressflokksins. Á fundunum kom fram ríkur vilji til að efla tengsl milli landanna og að efnt yrði til samvinnu við Íslendinga á ýmsum sviðum, sem sem í orkumálum, vísindum, tækni og viðskiptum.´

Forseti Indlands lýsti yfir mikilli ánægju með opinbera heimsókn sína til íslands í maí árið 2005 og sagðist hafa hvatt Indverja til að taka sér til eftirbreytni hvernig þjóðin hefði sigrast á erfiðum aðstæðum.

Í kjölfar heimsóknarinnar hafa íslenskir og indverskir vísindamenn verið í samvinnu m.a. vegna viðvörunarkerfis vegna jarðskjálfta á Indlandi og á sviði lyfjaframleiðslu. Vaxandi áhugi væri á að nýta frumkvæði Íslendinga við nýtingu jarðhita.

Forseti Íslands hvatti Indverja til að kynna sér almannavarnarkerfið hér á landi og þakkaði forseta Indlands fyrir þann ríka og einlæga áhuga sem hann sýndi samstarfi þjóðanna tveggja.

Sonia Gandhi leiðtogi Congressflokksins og ekkja Rajiv Gandhi þakkaði Ólafi Ragnari Grímssyni vináttu við Indland og sagðist vera ötull talsmaður þess að Indverjar tækju upp samvinnu við Íslendinga.

Mikill velvilji hefur komið fram í garð Íslendinga í þessari heimsókn forsetans og Indverjar ítreka að Íslenskir fjárfestar og fyrirtæki séu sérstaklega velkomin til Indlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×